top of page
G&H-311.jpg

Brúðkaup

Blóm geta verið ilm, lita og hljóð upplifun. Það fer allt eftir því hvað
er valið saman. Falleg blöð geta leikið við ljós og skugga og þannig bætt við hreyfingu í brúðkaupsdaginn ykkar sem hvert og eitt einstakt rétt eins og þið. Rétt valin blóm geta leikið við fleiri skynfæri en bara augað. Þú veist það ekki alltaf en þú upplifir það engu að síður.

Ferlið

Fyrst

Þið hafið samband og segið mér allt frá drauma deginum ykkar og ykkar óskum.

Svo

Ég mun svo senda ykkur verðhugmyndir og spjalla við ykkur um framhaldið.

Síðan

Þegar við erum bæði spennt að vinna saman þá gerum við verksamning og þið greiðið staðfestingargjald.

Hvað er hægt að gera?

Ég reyni alltaf að aðlaga mig að ykkur og fer í það form sem hentar fyrir ykkar persónuleika. Það er í raun hægt að gera hvað sem er, viljið þið breyta salnum ykkar í listigarð, vera með blóma skúlptur við klettabrún eða bara vera með geggjaðan brúðarvönd sem allir munu minnast næstu ár...Ekkert er ómögulegt. Ef þið fílið stílinn minn og skemmtilega brandara þá ég hér fyrir ykkur, alla leið.

Hafðu samband

Segðu mér frá drauma deginum ykkar og allar ykkar hugmyndir, því meira sem þið getið sagt mér því betri verðhugmynd og upplýsingar get ég sent ykkur.

G&H-429.jpg
bottom of page