top of page
DSC04224.jpg

Hinsta kveðja

Blómaskreytingar geta verið stór þáttur á okkar mikilvægustu stundum í lífinu. Blómin geta vafið ljúfum kufli um ástvin í hinstu kveðju. Þau draga fram tilfinningar og geta á dásamlegan og auðmjúkan hátt upphafið þessa einstöku kveðju stund.

Ferlið

Fyrst

Hafðu samband og segðu mér stutt frá hinum látna eða óskum þínum.

Svo

Ég mun svo senda þér verðáætlun og hugmyndir af fallegum blómasamsetningum.

Síðan

Þegar allt er komið á hreint þá göngum við frá greiðslu og ég mun persónulega fara með blómin á athafnarstað.

Hvað býð ég uppá?

Það er mér mikilvægt að mæta aðstandendum með persónulegri þjónustu. Saman veljum við fallega samsetningu blóma og lita sem höfða til þín. Það er gott að fá stutta lýsingu um hinn látna sem leiðarljós við hönnun skreytinga, einnig bíð ég upp á einkafund þar sem við getum rætt óskir þínar, svarað spurningum og veitt ráðleggingar þar sem þess er óskað varðandi val á skreytingum, blómum og litum.

Hafðu samband

Segið mér þínar óskir fyrir þessa hinstu kveðju.

Hvaða skreytingar hefur þú áhuga á?
G&H-429.jpg
bottom of page